Fimmtudagur, 17. maí 2018
Yfirferð lokið
Yfirferð minni á stjórnmálaflokkum á vinstri vængnum er nú lokið og mun á næstu dögum mun ég birta skýrslur um starfsemi flokkanna útfrá mínu sjónarhorni. Þ.e.a.s fundum sem ég sat á og fylgdist með starfsemi flokkanna og hvernig stjórnendur töluðu um málin.
( Alþýðufylkingin - Sósialistaflokkur íslands - Vinstri Græn - Samfylkingin - Píratar.)
Í sumum flokkanna fór ég á fundi, öðrum fylgdist ég bara með í gegnum netið.
Þ.e.a.s hvernig stjórnendur og frambjóðendur flokkanna töluðu.
Núna er ég kominn í Viðreisn.
Sem er nokkurnveginn minn flokkur enda alþjóðahyggjusinnaður frelsisflokkur.
Og er vonandi að ég geti fylgst með starfseminni þar líka.
Nánar um það síðar. :)
Fylgst var með Sósialistaflokknum frá 1. Maí 2017 - 1. Október 2017.
Fylgst var með Alþýðufylkingunni frá 1. Október 2017 - 1. Mars 2018.
Fylgst var með Pírötum frá Maí 2015 - Október 2017.
Fylgst var með Samfylkingunni og Vinstri grænum um álíka sama tímabil og Pírötum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.