Samgöngur

Fer oft um á bíl og bíllinn hefur veitt mönnum (og konum) mikið frelsi.
 
En er þetta ekki orðið aðeins of mikið rugl eins og það er í dag?
Hvað er t.d. svona skemmtilegt við það að hanga í bílaumferðarteppu á Laugavegi frá Snorrabraut og niður að Bankastræti ?
 
Eða að leggja beint upp við dyrnar á verslun, jafnvel þótt það sé gott veður úti ?
 
Held að borgarfulltrúar þurfi að fara að vakna og sjá hvað þetta er orðið mikið rugl.
 
Að sitja í bíl fastur í umferðarteppu á Laugavegi frá Snorrabraut og niður að Bankastræti hefur lítið með hið hefðbundna hægri og vinstri að gera.
 
Það er vissulega til vinstri menn sem vilja helst bara að allir fari gangandi, hjólandi, eða með almenningssamgöngum.
 
Sá málflutningur hefur samt ekki verið hjá hægri sósialdémókrötunum í borgarstjórn. (Pírötum - Björt Framtíð - Viðreisn).
 
Og ekki heldur hægri demókrötunum sem komu inn hjá Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum.
 
Allaveganna ekki að mati þess er þetta rita.
Fólk á að hafa val hvernig það fer á milli staða.
Sumir eru eins og sá sem þetta ritar. :
 
Stundum fara um á bíl og stundum, gangandi, hjólandi eða með Strætó.
 
Það er hlutverk kjörinna valdhafa í sveitarfélögum að svara eftirspurn eftir hinni ýmsu þjónustu sem sveitarfélög veita.
Í þessu tilviki samgöngum.
 
Fyrir árið 2012 sást t.d. varla nokkur maður (eða nokkur kona) að hjóla meðfram Suðurlandsbrautinni eða ofanverðum Laugaveg.
Í dag er þar kominn hjólastígur og er hann einn sá vinsælasti í borginni.
 
Litlar sem engar breytingar voru gerðar á þeim hluta götunnar ætluðum bílum, þrátt fyrir gríðarlega aukningu hjólandi á götunni.
 
Sama má segja um hjólastíg meðfram sjónum og Sæbraut.
Fyrir árið 2012 voru, skv. könnunum, langflestir á móti því að Laugavegur (verslunarhluti Laugavegar) yrði að göngugötu yfir sumarið.
 
Núna eftir að hluti götunnar var gerður að göngugötu hefur það snúist rækilega við.
Fyrir árið 2016 voru margir á móti framvæmdum á suðurhluta Grensásvegar. Við vitum rest...
 
Kjörnir fulltrúar verða að átta sig á því að framboð ræðst af eftirspurn.
Eftirspurn eftir betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi hefur aukist ár frá ári.
Í sumum tilvikum, eins og þessu, getur hinsvegar verið erfitt að átta sig á því hver eftirspurnin er.
 
"Fyrst það er svona mikil eftirspurn eftir því, af hverju fara þá svona fáir um gangandi eða hjólandi"
 
Ástæðan fyrir því að flestir vilja fara um á bíl er af því það er ekki nógu góð aðstaða fyrir hina samgöngumátana.
 
(Sumt) fólk fer t.d. ekki gangandi eða hjólandi meðfram Snorrabrautinni nema það hafi engra annarra kosta völ.
(Snorrabraut er gata milli Hlíða og Miðbæjar) þar sem gangstéttar hafa verið í algjörri niðurnýðslu í marga áratugi.
Bæði hjá vinstri mönnum og hægri mönnum í borgarstjórn.
(Rétt upp hönd sem vill ganga eða hjóla á sundurtættum 50-60 ára gömlum gangstátterhellum) ?
 
Margt fólk vill fá að fara á milli staða öðruvísi heldur en bara bíl, en veigrar sér við það út af bágborinni aðstöðu.
 
Sumir vilja fá hreyfingu, öðrum finnst það betra, og enn öðrum langar að spara pening og nýta peninginn sem sparast af að fara ekki alltaf um á bíl, eða eiga ekki bíl, í eitthvað annað. Eins og t.d. betri eða lengri innan/utanlandsferð í sumarfríinu, raftæki eða eitthvað annað.
 
Ein af ástæðunum fyrir því að margir vilja það er líka af því að bílar hafa sína galla eins og nær allt í þessari veröld sem við búum í.
 
Bílar eru eins og áfengi (bjór og vín).
Það er gott að fá sér einn kaldann í matarboði, úti að borða eða á djamminu.
Og áfengi hefur veitt okkur mikla skemmtun.
 
Að drekka bjór alltaf alla daga er ekki gott og getur látið mann enda sem róna og áfengisfýkil.
 
Og látið fólk gera hluti eins og að syngja hástöfum úti á götu og láta alla stara á viðkomandi, ganga skringilega á milli staða svo fátt eitt sé nefnt.
 
Að fara um á bíl milli staða er gott eins og t.d. í löngum vegalengdum, þegar það er vont veður úti, þegar sóttur er þungur varningur sem þarf að bera og annað slíkt.
Og bíllinn hefur veitt okkur mikið frelsi.
 
Að fara alltaf um á bíl, sama hvað á bítur, er ekki gott og getur haft slæmar afleiðingar.
 
Og látið fólk gera hluti eins og að leggja beint upp við verslanir þótt það sé gott veður úti.
Eða sitja fastur í bílaumferðarteppu á Laugavegi frá Snorrabraut og að Bankastræti og láta fólk gapa út um bílrúðuna inn um búðargluggana svo fátt eitt sé nefnt.
 
Einhverjum kann að finnast þessi samanburður með "fíkn" og að rúnta niður Laugaveginn vera galinn samanburður.
 
En í alvöru talað : Er einhver sem hugsar " Í dag er dýrðarsólskinsdagur og frábært veður til að ganga eða hjóla undir beru lofti. Best að setjast frekar inn í bíl í þunga loftið og sitja fastur í umferðarteppu á Laugavegi með fullt af öðrum og horfa út um bílrúðuna á þá sem eru að ganga í góða veðrinu."
Efast um það.
Eftir nokkur ár munu sumir kannski hugsa :
"Hvað vorum við eiginlega að spá að setja okkur svona á móti því að það yrðu gerðir hjólastígar þannig að þeir sem vildu gætu farið um á hjóli eða hjólað sér til skemmtunar"?
eða
"Hvað vorum við að spá að keyra niður Laugaveginn og horfa útum bílgluggann í staðinn fyrir að ganga um og skoða inn í búðirnar. Og leggja beint fyrir utan búðina sem við ætluðum í." Sjitt hvað við vorum rugluð".
 
Kjörnir fulltrúar eru kjörnir fulltrúar og þurfa að haga sér eftir því.
Eftirspurnin eftir betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi hefur aukist og þarf að verða við þeirri eftirspurn.
 
Við þurfum betri aðstöðu fyrir þessa ferðamáta í borginni.
 
Það er ekkert sem réttlætir það að gera bara ráð fyrir bílum í borgarskipulaginu.
 
Við miðjumenn, hægri miðjumenn (og þeir sem eru hægra megin við hægrimiðjuna) þurfa að fara að vakna og sjá hvað þetta er galið skipulag sem við búum í.
 
Það var ánægjulegt að kíkja á kynningafund Sjálfstæðisflokksins í Háteigsskóla í vor þar sem áherslur flokksins voru kynntar. Sama dag og fyrri forkeppni Eurovision var. (TIl hvers að horfa á Eurovision þegar það er hægt að vera á kynningarfundi stjórnmálaflokks um borgarmál?)
 
Það var sömuleiðis ánægjulegt að sjá Eyþór Arnalds, mann sem sumir vinstri menn hafa, að mati þess er þetta ritar, málað upp sem einhvern Doctor Evil úr Austin Powers myndunum með öllum fréttunum um viðskipti hans og annað slíkt, sem sá sem þetta ritar fær ekki séð að hafi haft nein áhrif á fjárhagslega afkomu undirritaðs eða annað.
En sá maður virtist nú bara vera mjög fínn gæji.
(EKki ósvipað fréttunum um Bjarna Ben, sem er líka fínn)
 
Það var enn ánægjulegra að komast að því á dögunum að Bjarni Torfi, sem ég hef þekkt frá því haustið 2011 í 7 ár (vá hvað tíminn líður hratt!) hafi verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Bæjarráðs á Seltjarnarnesi sem samþykkti að gera hjólastíg á nesinu meðfram Eiðsgranda fyrir 1-2 árum.
Í flokki þar sem margir hafa sett sig á móti slíkum framkvæmdum.
 
Það var enn enn ánægjulegra að sjá að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði með tillögu um að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið frá Barónsstíg niður að Þingholtsstræti. (Með þeim fyrirvara auðvitað að haft yrði samráð við viðeigandi hagsmunasamtök, sem er fullkomlega eðlilegt í lýðræðissamfélagi).
 
Það sem yrði þó ánægjulegast ef borgarfulltrúar flokksins myndu hætta að setja sig á móti sjálfsögðum framkvæmdum sem snúa að því að fólk hafi val um það hvernig það fari á milli staða.
 
Við eigum að geta farið um á bíl ef við viljum án þess að keyra yfir hundruði ef ekki þúsundi hraðahindrana.
Við eigum að geta farið um á bíl ef við viljum án þess að þurfa að sitja föst í umferðarteppu í hálftíma á morgnana og síðdegis.
Við eigum að geta farið um á hjóli ef við viljum á hjólastígum án þess að þurfa að hjóla á sundurtættum gangstéttum eða á götunni á umferðarmiklum götum.
Við eigum að geta farið um gangandi ef við viljum án þess að ganga á sundurtættum gangstéttum.
 
Vinstri menn í borgarstjórn hafa gert góða hluti hvað þetta varðar og ekki annað hægt en að styða þá hvað þetta varðar, og margt gott verið gert undir merkljum vinstri stefnu í löndum eins og Danmörk og Svíþjóð sem hafa verið með einskonar vinstri stefnu.
Sama má segja um Holland og fleiri lönd þar sem aðstaða fyrir gangandi og hjólandi hafur verið bætt.
 
Vinstri menn hafa afturá móti ekki gert eins góða hluti að mati þess er þetta ritar hvað varðar starfsmanna mál og þess háttar.
 
Borgin á fyrst og fremst að veita sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt, en þó auðvitað með góðri aðstöðu fyrir þá sem vinna hjá borginni.
Of mikill starfsmannafjöldi kallar á mikil fjárútlát sem bitnar annaðhvort á verklegum framkvæmdum eins og malbiki á götur, byggingaframkvæmdum eða öðru verklegu.
Eða á þeim fjármunum sem teknir eru af fólki (skattur / útsvar).
 
Það er von þess er þetta ritar að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn einn daginn í borginni og haft frelsismál í samgöngum að leiðarljósi og mál er varðar "bákn" borgarinnr.
 
Það er nefnilega skrítið að þurfa að kjósa forræðishyggjuflokka til að fá fólk sem hefur frelsismál í samgöngum á hreinu.
(Að frátöldum Viðreisn).
 
Vinstrið hefur nú þegar, að mati þess er þetta ritar, margar verkalýðshreyfingar á sínum snærum og getur sá sem þetta ritar ekki séð að breyting hafi orðið þar á með nýjum aðilum í broddi fylkingar í tveimjur (2) stórum fylkingum.
Það er líka að mati þess er þetta ritar eins og það fari eftir því hversu gott við höfum það hversu mikil "baráttuvilji" komi í það fólk.
Eftir því sem við höfum það betra og laun verða hærri því mun meiri verði baráttuviljinn "fyrir betri launum" og "launaleiðréttingum".
 
Einn daginn mun fólk kannski gera kröfu til borgarfulltrúa um að gera betri aðstöðu fyrir þá sem vilja fara um gangandi eða hjólandi og þá er ekki gott að þeir einu sem hafa frelsismál í samgöngum á hreinu séu vinstri flokkar. Flokkar sem hafa háa skatta m.a.
 
Einn daginn gæti Marteinn Mosdal svo ákveðið að bjóða sig fram til borgarstjórnar eða Alþingis með einn ríkisrekinn byltingarflokk, eina ríkisáfengisbúð og annað ríkisrekið, þ.m.t. ríkisreknar almenningssamgöngur og "lögð áhersla á gangandi og hjólandi" á þeim forsendum að allir skuli fara þannig á milli staða alltaf.
Allt ríkið eða öll borgin rekin af honum og nokkrir aðillar stjórnað öllu lífi fólks.
Marteinn Mosdal gæti svo talað um að andstæðingar flokksins síns sé auðvaldið og þeir sem gangi erinda þess, en auðvaldið yrði þá kannski við fólkið sem fáum útborguð laun í hverjum mánuði og ráðum yfir auðnum sem við sköpum með vinnu okkar.
Ekki yrði það nú gott að þurfa að kjósa mann sem lítur á okkur sem andstæðinga sína eða þá sem ganga erinda okkar, til þess að fá betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi.
 
Einn daginn munum við Sjálfstæðismenn (menn og konur sem vilja að fólk lifi sjálfstæðu lífi, sama hvort viðkomandi sé í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn., Bjartri framtíð, Pírötum eða ekki í neinum flokki) fá völdin yfir borginni aftur.
 
Það gæti samt orðið þrautin þyngri nema þá :
 
1. Svara verkalýðsfélögunum fullum hálsi hvernig hlutirnir séu í raun og veru.
 
2. Útskýra fyrir fólki muninn á hægri og vinstri.
 
og
 
3. Leggja áherslu á frelsismál í samgöngum með áherslu á alla ferðamáta. Bíla, gangangi, hjólandi og Strætó.
 
Amen.
 
 
 


hverfisgata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband